fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

„Það er eitthvað virkilega mikið að hérna og það þarf að rannsaka það“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 10:53

Makríll er mikið veiddur í Namibíu - Mynd/Óskar P. Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn í ríkisreknu útgerðinni Fishcor í Namibíu fengu ekki útborgað fyrir janúar mánuð í gær en hluti af launum þeirra fyrir desember er enn ógreiddur líka. Venjulega er borgað þann 25. í hverjum mánuði en það gekk ekki í þetta skiptið.

Stjórnarformaður Fishcor, Mihe Gaomab II, segir að félagið sé að vinna hart að því að starfsmenn fái borguð öll sín laun fyrir þessa tvo mánuði. „Vonandi verður öllum borgað fyrir desember og janúar. Við miðum við að borga þetta í þessum mánuði,“ sagði Gaomab í samtali við Namibian Sun um málið.

Þá sagði Gaomab að fyrirtækið sé í vandræðum vegna ástands efnahagsins. „Efnahagslegu skylirðin í dag gera bæði einkareknum og ríkisreknum fyrirtækjum erfitt fyrir. Við sem stjórn verðum áfram staðráðin í því að sjá til þess að öllum verði borgað fyrir sína vinnu.“

Heimildarmaður Namibian Sun furðar sig á því að Fishcor geti ekki borgað laun starfsmanna sinna. Fishcor fær kvóta sem þeir borga ekki fyrir á meðan önnur félög í sjávarútveginum þurfa að borga fyrir kvótann. Heimildarmaðurinn veltir því fyrir sér hvers vegna Fishcor geti ekki borgað launin þegar þeir eru með minni kostnað þegar kemur að kvótanum. „Hvernig Fishcor getur ekki haldið uppi viðskiptum sínum er stór ráðgáta,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Það er eitthvað virkilega mikið að hérna og það þarf að rannsaka það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”