fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Óttast að raðmorðingi hafi verið að verki – Fjögur hrottaleg morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 19:00

Lögreglukonur við störf á Jamaíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Jamaíka hefur handtekið einn mann, grunaðan um aðild að hrottalegum morðum á fjórum heimilislausum mönnum í höfuðborginni Kingston um síðustu helgi. Mennirnir voru stungnir til bana, með óþekktu áhaldi, og tveir til viðbótar særðust illa.

Morðtíðnin á Jamaíka er ein sú hæsta í heimi en morðin um helgina skilja sig úr fjöldanum vegna þess hversu hrottaleg þau voru. Öll fórnarlömbin voru með djúp sár á höfði.

Lögreglan óttast að raðmorðingi leiki jafnvel lausum hala en fyrir nokkrum árum voru svipuð morð framin á heimilislausu fólki. Þá var fólkið myrt að næturlagi, þegar það svaf. Lögreglan telur að það hafi einnig verið gert núna um helgina.

Andrew Holness, forsætisráðherra, sagði að sögn The Gleaner að hinum handtekna hafi verið vísað úr öðru landi til Jamaíka. Hann sagði jafnframt að lögreglan hefði sterk sönnunargögn en fór ekki nánar út í það.

The Gleaner segir að lögregluna skorti enn sönnunargögn í einu af málunum fjórum frá því um helgina. Blaðið segir að yfirvöld ætli að fjölga rýmum í gistiaðstöðu fyrir heimilislausa vegna atburðanna og einnig verður eftirlit lögreglunnar aukið.

Rúmlega 1.300 manns voru myrtir á Jamaíka á síðasta ári. Talið er að glæpagengi hafi staðið á bak við stóran hluta morðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra