fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Segir að lýðræðið hafi nærri dáið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 09:00

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki auðveld verk sem bíða Joe Biden, sem nú er tekinn við sem forseti Bandaríkjanna, og strax á fyrsta degi þurfti hann að láta hendur standa fram úr ermum. Hann hafði skipulagt sannkallaða útdælingu forsetatilskipana á fyrstu tíu dögum sínum í embætti en þær getur hann gefið út og látið hrinda í framkvæmd án þess að þingið þurfi fyrst að samþykkja þær. Verkefnin eru svo mörg og stór að hann getur ekki leyft sér að bíða og því eru hendur látna standa fram úr ermum.

Meðal tilskipananna eru að bann við komum fólks frá múslimaríkjum til Bandaríkjanna verður fellt úr gildi, Bandaríkin gerast aftur aðilar að Parísarsáttmálanum og einnig er að finna tilskipun um að sameina eigi börn og foreldra sem hafa verið aðskilin við komuna til Bandaríkjanna þegar þau komu ólöglega yfir landamærin.

Á fyrstu 100 dögum sínum í embætti ætlar hann einnig að setja meiri kraft í bólusetningar gegn kórónuveirunni og koma 1,9 billjóna dollara hjálparpakka til almennings og efnahagslífsins í gang.

Michael Beschlos, sagnfræðingur, hefur skrifað bækur um marga af forsetum Bandaríkjanna en hann segir erfitt að finna dæmi um forseta sem hefur staðið frammi fyrir álíka áskorunum og verkefnum og Biden. „Biden stendur frammi fyrir mörgun aðkallandi vandamálum sem þarf að leysa strax,“ hefur AP eftir honum.

Hann telur að forsetatíð Trump sýni vel hversu brothætt bandarískt lýðræði sé. „Lýðræðið okkar var nærri dáið. Bandaríkjamenn munu sjá Biden sverja eið og átta sig á hversu mikilvægt það er að vernda lýðræðið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?