fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Twitter lokar 70.000 aðgöngum sem hafa deilt QAnon-samsæriskenningum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 07:58

15% Bandaríkjamanna trúa samsæriskenningum QAnon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að uppgjörinu við dreifingu lyga, samsæriskenninga og rangra upplýsinga með því að loka aðgöngum sem hafa verið notaðir í þessu skyni. Frá því á föstudaginn hefur miðillinn lokað rúmlega 70.000 aðgöngum sem hafa aðallega verið notaðir til að dreifa samsæriskenningum og öðru efni frá samsæriskenningahreyfingunni QAnon.

Gripið var til þessara aðgerða í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Þar voru margir af leiðtogum QAnon í áberandi hlutverkum.  „Þessir aðgangar voru helgaðir því að deila hættulegu efni tengdu QAnon í miklum mæli,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Twitter.

Stuðningsfólk QAnon hefur notað samfélagsmiðla í miklum mæli til að breiða út samsæriskenningar. Meðal annars um að Donald Trump berjist leynilega gegn alþjóðlegu neti barnaníðinga. Í hópi þessara barnaníðinga eru að sögn QAnon margir áhrifamenn í Demókrataflokknum og Hollywoodstjörnur.

Twitter tilkynnti á föstudaginn að lokað verði á aðganga sem deila efni frá QAnon. Miðillinn hefur einnig lokað á marga áberandi aðila á hægri væng bandarískra stjórnmála sem hafa kynt undir samsæriskenningum og kenningum QAnon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“