fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Varpar sprengju inn í Madeleine-málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 05:59

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan hefur mánuðum saman rannsakað hvort þýski barnaníðingurinn og kynferðisbrotamaðurinn Christian Brückner hafi numið Madeleine McCann á brott úr sumarleyfisíbúð í Portúgal þann 3. maí 2007 og myrt hana. Segist lögreglan vera þess fullviss að hann hafi gert það. Nú hefur Hans Christian Wolters, saksóknari í málinu, varpað sprengju inn í málið með nýjum upplýsingum um rannsókn þess.

Hann segir að belgíska og portúgalska lögreglan rannsaki nú hvort Christian Brückner tengist fimm öðrum álíka málum þar sem ungar stúlkur voru numdar á brott og sumar myrtar. Daily Mail segir að upplýsingar um þessi mál hafi komið fram í nýrri bók.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Meðal þessara mála er eitt frá árinu 2007 en þá var ráðist á 10 ára stúlku 10 kílómetrum frá þeim stað sem Madeleine hvarf frá. Þetta gerðist aðeins mánuði áður en Madeleine hvarf. Christian Brückner er einnig grunaður um nauðgun á tvítugri konu í Praia de Rocha í Portúgal árið 2004.

Í Belgíu er hann grunaður um morð á 16 ára stúlku í bænum De Hana 1996.

Wolters sagði að Christian Brückner væri sá eini sem liggur undir grun í þessum málum.

Christian Brückner afplánar nú dóm í þýsku fangelsi en hann var dæmdur fyrir nauðgun á aldraðri bandarískri konu. Hann hefur einnig hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið