fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Rafmagnslaust í New Orleans – Einn látinn af völdum Ida

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 05:07

Miðborg New Orleans í gærkvöldi að staðartíma. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Ida tók land síðdegis í gær. Fellibylurinn var þá fjórða stigs fellibylur en heldur dró úr afli hans eftir landtökuna og fór hann niður í þriðja stig og nú undir morgun niður í annað stig og fyrir skömmu niður í fyrsta stigs fellibyl. En það þýðir ekki að óveðrinu hafi slotað og allt sé yfirstaðið því enn er mikill vindur og úrkoma. 700.000 íbúar í Louisiana eru án rafmagns, þar af 400.000 þúsund í New Orleans.

Reiknað er með að enn fleiri muni verða fyrir áhrifum af fellibylnum eftir því sem hann færist inn í landið. Mikið eignatjón hefur nú þegar orðið og staðfest hefur verið að einn hafi látist af völdum fellibylsins eftir að tré féll á hús.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að reikna megi með að vikur muni líða þar til búið verður að koma rafmagni á alls staðar.

Hætta er á að mikil úrkoma, flóð og mikil ölduhæð muni valda miklu tjóni í Louisiana og þar með New Orleans sem stendur mjög lágt. Flóðvarnargarðar hafa verið styrktir eftir að fellibylurinn Katrina orsakaði mikla eyðileggingu í New Orleans fyrir 16 árum en þá létust 1.800 manns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol