fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Neyðast til að hafa vopnaða verði í Feneyjum vegna ágangs ferðamanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 13:47

Markúsartorgið í Feneyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Feneyjum hafa neyðst til að setja vopnaða verði við fjölmennustu ferjustaðina í borginni vegna mikils straums ferðamanna og takmarkana á fjölda farþega í hverri ferju.

Ferðamenn hafa streymt til borgarinnar í sumar eftir magra mánuði vegna heimsfaraldursins. Ákveðnar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi í borginni en um leið er mikil ásókn í að komast með ferjum til og frá borginni og til að skoða ýmsa merka staði í henni. Sumir ferðamenn hafa átt erfitt með að sætta sig við að þurfa að bíða og hafa látið skapvonsku sína bitna á áhöfnum ferjanna sem flytja farþega á milli Feneyja og fastalandsins og annarra eyja.

„Það hefur verið ráðist á suma starfsmenn og hrækt á þá, ljót orð látin falla og í sumum tilfellum hafa þeir verið beittir ofbeldi,“ hefur CNN eftir Danilo Scattolin, hjá stéttarfélagi ferjuáhafna í Veneto.

Af þessum sökum hafa yfirvöld sett verði, sem margir hverjir eru vopnaðir skotvopnum, við þá ferjustaði sem mesta umferðin er um. Vegna sóttvarnaaðgera er hámark á hversu margir farþegar mega ferðast í einu með opinberum samgöngutækjum. Í Veneto, þar sem Feneyjar eru, má að hámarki nota 80% af flutningsgetu opinberra samgöngutækja þessa dagana. Scattolin sagði að árásirnar á áhafnirnar eigi sér stað þegar þær neita fólki um aðgang að ferjunum vegna þessara takmarkana.

„Hugsunin um að árið 2021 þurfum við vopnaða verði í Feneyjum er ekki hugguleg,“ sagði hann við CNN og bætti við að margir af ferðamönnunum virði ekki reglur um félagsforðun né um notkun andlitsgríma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“