fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Loka vinsælum ferðamannastað ótímabundið – Fjögur sjálfsvíg á tveimur árum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 08:00

The Vessel á Manhattan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að skúlptúrinn Vessel á Manhattan í New York var opnaður fyrir almenningi fyrir tveimur árum hefur hann notið mikilla vinsælda. En þessi vinsæli ferðamannastaður á sér einnig sínar dökku hliðar því á þessum tveimur árum hafa fjögur sjálfsvíg verið framin þar. Nú síðast í síðustu viku þegar 14 ára piltur stökk fram af skúlptúrnum og lést. Nú hefur verið ákveðið að loka honum fyrir ferðamönnum um óákveðinn tíma.

New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að pilturinn hafi verið með fjölskyldu sinni þegar þetta gerðist. „Það var mikið af ferðamönnum þarna. Pilturinn hljóp um með yngri systur sinni og þau skemmtu sér. Einn af vinnufélögum mínum sagði þeim að þau mættu ekki hlaupa. En þegar hann kom upp á áttundu hæð stökk hann bara fram af,“ er haft eftir öryggisverði á svæðinu.

Heimildarmenn innan lögreglunnar segja að pilturinn hafi glímt við þunglyndi og hafi áður reynt að fyrirfara sér.

Skúlptúrnum, sem er 45 metra hár, var einnig lokað í janúar eftir að 21 árs karlmaður hafði stokkið fram af honum.

Aftur var opnað í maí eftir að öryggisráðstafanir höfðu verið hertar. Meðal annars má fólk ekki lengur koma eitt og einnig var búið að koma skiltum upp við handriðið en á þeim voru skilaboð sem áttu að telja fólk af að taka eigið líf.

Skúlptúrinn hefur verið gagnrýndur frá upphafi því handriðið og grindverkið á honum ná fullorðnu fólki aðeins upp að mitti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau