fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Tvö dönsk börn hafa látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska smitsjúkdómastofnunin staðfesti í gær að barn á aldrinum 0-9 ára hefði nýlega látist af völdum COVID-19. Tvö dönsk börn á þessum aldri hafa látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins en í byrjun febrúar var staðfest að barn á þessum aldri hefði látist af völdum sjúkdómsins.

Á heimasíðu smitsjúkdómastofnunarinnar kemur fram að 22.380 börn á aldrinum 0-9 ára hafi smitast af kórónuveirunni. Stofnunin skýrir ekki nánar frá aldri hinna látnu barna né frekari upplýsingum um þau, til dæmis um hvort þau hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma, vegna persónuverndarreglna.

Í heildina hafa 314.983 smit greinst í Danmörku frá upphafi faraldursins. 2.548 hafa látist af völdum COVID-19 eða 0,8% þeirra sem hafa smitast. Rúmlega 38 milljón PCR-sýni hafa verið tekin og ótiltekinn fjöldi hraðprófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna