fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Tvö dönsk börn hafa látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska smitsjúkdómastofnunin staðfesti í gær að barn á aldrinum 0-9 ára hefði nýlega látist af völdum COVID-19. Tvö dönsk börn á þessum aldri hafa látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins en í byrjun febrúar var staðfest að barn á þessum aldri hefði látist af völdum sjúkdómsins.

Á heimasíðu smitsjúkdómastofnunarinnar kemur fram að 22.380 börn á aldrinum 0-9 ára hafi smitast af kórónuveirunni. Stofnunin skýrir ekki nánar frá aldri hinna látnu barna né frekari upplýsingum um þau, til dæmis um hvort þau hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma, vegna persónuverndarreglna.

Í heildina hafa 314.983 smit greinst í Danmörku frá upphafi faraldursins. 2.548 hafa látist af völdum COVID-19 eða 0,8% þeirra sem hafa smitast. Rúmlega 38 milljón PCR-sýni hafa verið tekin og ótiltekinn fjöldi hraðprófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur niðurlægir litla bróður enn á ný – „Nafn hans skal afmáð“

Karl konungur niðurlægir litla bróður enn á ný – „Nafn hans skal afmáð“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“