fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Gildar bankabækur Dana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 19:00

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að bankabækur Dana séu ansi gildar þessi misserin. Innlán þeirra eru nú þau þriðju hæstu í sögunni. Samtals eiga þeir 1.038 milljarða danskra króna á bankareikningum sínum en það jafngildir rúmlega 20.000 milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í nýju tölum frá danska seðlabankanum og miðast þær við stöðuna í júní. Frá maí og fram í júní lækkuðu innistæðurnar þó um 2,7 milljarða. Innistæðurnar fóru yfir 1.000 milljarða vorið 2020 og jukust um 45 milljarða á síðasta ári.

Ástæðan fyrir þessari aukningu innlána er að fólk gat ekki eytt eins miklum peningum og það er vant vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að auki fengu margir greiddar út töluverðar upphæðir af orlofsfé sem átti í raun að geyma þar til fólk byrjaði töku eftirlauna. Ákveðið var að greiða þessa peninga út til að örva efnahagslífið og reyna að ýta undir neyslu fólks.

Innlánin náðu sögulegu hámarki í apríl á þessu ári þegar þau komust í 1.051 milljarða en eftir það byrjaði fólk greinilega að ganga á innistæður sínar og í júní voru þær komnar niður í 1.038 milljarða. Þetta svarar til þess að hver Dani eigi að meðaltali 223.000 krónur, sem svarar til um 4,4 milljóna íslenskra króna, í banka. En auðvitað er það ekki þannig því eignunum er misskipt.

Vextir eru mjög lágir í Danmörku og samkvæmt tölum frá seðlabankanum þá voru 310 milljarðar af 1.038 milljörðum á reikningum sem báru neikvæða vexti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu