fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þriðja daginn í röð féll hitametið í Lytton – 49,5 gráður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 05:47

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug hitabylgja herjar nú á norðvestanverða Ameríku og fara íbúar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hluta af Kanada ekki varhluta af því. Í gær var kanadíska hitametið slegið í þriðja sinn á þremur dögum. Það féll í bænum Lytton sem kom einnig við sögu í metunum á sunnudaginn og mánudaginn.

Í gær mældist hitinn í bænum, sem er í Bresku Kólumbíu, 49,5 gráður og hefur aldrei mælst svo hár hiti í Kanada áður. CBC skýrir frá þessu. Á mánudaginn mældist hitinn þar 47,9 gráður og á sunnudaginn 46,6 gráður.

Að minnsta kosti 69 hafa látist í og við Vancouver af völdum hita að sögn lögreglunnar. Margir hinna látnu voru eldra fólk sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Í öðrum löggæsluumdæmum hafa einnig margir látist af völdum hitanna en engar opinberar tölur liggja fyrir enn sem komið er.

CBC segir að reiknað sé með áframhaldandi hitum næstu daga en þeir hafa orðið til þess að loka hefur þurft skólum og bólusetningamiðstöðvum.

Þessi hái hiti er tilkominn vegna þess að háþrýstisvæði hefur myndað einhverskonar lok yfir svæðinu sem er þekkt sem Pacific Northwest að sögn bandarísku veðurþjónustunnar NWS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð