Bandaríska tollgæslan lagði nýlega hald á 31 kíló af kókaíni í skemmtiferðaskipi. Það var falið í ruslapokum sem var búið að koma fyrir í múrsteinslaga pökkum í rými í skipinu.
CNN skýrir frá þessu. Skipið var í höfn í Port Everglade í Flórída.
Tollverðir fóru gaumgæfilega yfir skipið en fundu ekki meira af fíkniefnum.
Daglega leggja bandarískir tollverðir að meðaltali hald á tæplega 1,7 tonn af fíkniefnum við landamærin.