fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Bretar ætla að flytja afganska túlka og fjölskyldur þeirra til Bretlands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 07:59

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru hersveitir alþjóðahersins í Afganistan að hafa sig á brott þaðan og er stefnt á að brottflutningnum verði lokið í haust. Bresk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að flytja afganska túlka, sem hafa starfað með breska hernum í Afganistan, og fjölskyldur þeirra til Bretlands. Ástæðan er að óttast er að Talíbanar muni ráðast á túlkana og fjölskyldur þeirra þegar bresku hermennirnir hverfa á brott.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að túlkarnir hafi verið í hættu allt síðan breskar hersveitir hættu þátttöku í átökum í Helmand 2014 en að óttast sé að enn meiri hætta muni stafa að þeim þegar Bretarnir hverfa alfarið á brott.

Mörg hundruð túlkar og fjölskyldur þeirra hafa nú þegar sest að í Bretlandi en með nýju áætluninni er reiknað með að mörg hundruð til viðbótar flytji til Bretlands. Ben Wallace, varnarmálaráðherra, sagði að þetta þýði að rúmlega 3.000 manns eigi rétt á að flytja til Bretlands.

Hann sagði það sitt mat að það væri skylda Breta að heimila þessu fólki að flytja til Bretlands. Það hafi aðstoðað Breta í Afganistan og líf þeirra sé í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“