fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

20 íkveikjur í Eskilstuna á nokkrum klukkustundum – Þrír handteknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi og nótt var kveikt í á um 20 stöðum í Eskilstuna í Svíþjóð, þar á meðal var reynt að kveikja í lögreglustöð bæjarins. Lögreglan telur að um skipulagðar aðgerðir hafi verið að ræða. Þrír hafa verið handteknir vegna málsins. Þeir eru allir á þrítugsaldri.

Samkvæmt frétt Aftonbladet köstuðu mennirnir bensínsprengjum á lögreglustöðina og víðar. Fyrsta tilkynning um eld barst klukkan 22 og síðan héldu tilkynningar áfram að berast. Roger Erstedt, talsmaður slökkviliðsins, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið að kveikt hafi verið í fjölda bíla um allan bæ og hjólhýsi.

Lögreglan segir að kveikt hafi verið í á um 20 stöðum, aðallega í bílum. „Okkur grunar að þetta hafi verið skipulagðar og samhæfðar aðgerðir þar sem þetta voru svo margar íkveikjur á skömmum tíma. Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Mikael Ehne, varðstjóri hjá lögreglunni, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Allt tiltækt lögreglulið var kallað út og aðstoð fengin frá öðrum lögregluliðum.

Á meðan á þessu stóð var tilkynnt um mann vopnaðan skammbyssu en lögreglan telur að það hafi verið blekkingaraðgerð til að beina lögreglunni á ranga slóð.

Þremenningarnir voru handteknir í nótt en þeir eru grunaðir um aðild að íkveikjunum. Lögreglan telur að fleiri hafi verið viðriðnir málið og leitar þeirra. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til með þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol