fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 18:00

Michael Moogan. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Dubai handtók nýlega Michael Moogan en hans hafði verið leitað í átta ár vegna gruns um aðild hans að stórfelldu fíkniefnasmygli. Hann var á lista bresku lögreglunnar yfir þá glæpamenn sem hún leggur mesta áherslu á að ná.

Moogan, sem er 35 ára, hafði verið á flótta allt síðan hollenska lögreglan réðist til atlögu við kaffihúsið The Cafe de Ketel í Rotterdam en grunur lék á að þar hittust fíkniefnasmyglarar og handlangarar þeirra. Breska lögreglan telur að á kaffihúsinu hafi smygl á hundruðum kílóa af fíkniefnum til Bretlands verið skipulagt í viku hverri.

Moogan og tveir aðrir Bretar tengdust kaffihúsinu en það var ekki opið fyrir almenning og aðeins var hægt að komast þangað inn eftir ákveðnu öryggiskerfi. Breska lögreglan telur að Moogan og félagar hans hafi komið að skipulagningu fíkniefnasmygls frá Suður-Ameríku til Evrópu.

Lögreglan í Dubai telur að Moogan hafi komið til landsins með því að nota fölsuð skilríki. Hann hafi síðan lagt mikið á sig til að sneiða hjá eftirlitsmyndavélum í landinu til að villa um fyrir lögreglunni. Hann fannst þó á endanum og var handtekinn 21. apríl að sögn Sky News.

Hann verður framseldur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol