fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 22:30

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt er talið að spendýr með stóra heila séu greindar skepnur en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þróunin hafi hugsanlega látið líkama spendýra verða smærri vegna umhverfisáhrifa og af þeim sökum sé heilinn stærri, hlutfallslega séð. Með öðrum orðum þá tengist heilastærðin greind ekki neitt.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi rannsakað heila og líkamsstærð 1.400 tegunda, bæði núlifandi og útdauðra á síðustu 150 milljónum ára, til að sjá hvort hægt sé að spá fyrir um heilastærð spendýrs út frá líkamsstærð þess.

Niðurstaða þeirra er að stærð heilans hefur ekki haldist í hendur við líkamsstærð í gegnum þróunarsöguna. Til dæmis hafa heilar og líkamar mannapa stækkað í gegnum tíðina en heilar útdauðra tegunda manna urðu stærri en heilar apa en á sama tíma minnkaði líkamsstærð þeirra.

Dr Jacob Dunn, prófessor í þróunarlíffræði við Anglia Ruskin háskólann og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að tegundir virðist kannski vera með mjög stóra heila en hugsanlega sé það bara líkami þeirra sem hafi þróast þannig að hann minnkaði og því virðist heilinn vera stór.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances, þá voru það tveir stórir atburðir sem breyttu þeirri stefnu sem heilastærð tegundanna hafði tekið. Annar er árekstur risastórs loftsteins við jörðina fyrir um 66 milljónum ára en í kjölfar hans dóu risaeðlurnar út. Samhliða því stækkuðu heilar spendýra af ættum nagdýra og leðurblaka, svo einhver séu nefnd, og þau voru fljót að taka yfir fyrrum yfirráðasvæði risaeðla. Um 30 milljónum ára síðar varð hröð lækkun hita til að líkamar og heilar tegunda, þar á meðal sela, bjarndýra, hvala og prímata, breyttust hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós