fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 06:59

Granatepli eru ljúffeng og full af næringarefnum og ýmsu öðru að sögn yfirvalda í Sádí-Arabíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Líbanon og Sádí-Arabíu  deila nú hart eftir að sádí-arabískir tollverðir leituðu í sendingu af granateplum frá Líbanon. Í kjölfarið hafa yfirvöld í Sádí-Arabíu  bannað innflutning á öllum landbúnaðarvörum frá Líbanon og þar á meðal vörum sem fara aðeins í gegnum Sádí-Arabíu  á leið sinni til annarra landa. Með þessu er í raun búið að loka á útflutning Líbana til stærstu markaða sinna.

Um er að ræða skipsfarm af granateplum sem tollverðir tóku til skoðunar. Í honum fundu þeir milljónir af amfetamíntöflum. Þessu brugðust yfirvöld hart við og bönnuðu allan innflutning á vörum frá Líbanon en það kemur sér mjög illa fyrir landið sem er mitt í erfiðri pólitískri krísu sem og efnahagslegri. Útflutningur á ávöxtum og grænmeti er mikilvæg tekjulind fyrir landið en útflutningur þess til Arabaríkjanna nemur 92 milljónum dollara árlega.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa látið beiðnir líbanskra stjórnmálamanna, um að innflutningsbanninu verði aflétt, sem vind um eyru þjóta og það sama á við um beiðnir líbanskra trúarleiðtoga.

Amfetamínið fannst á föstudaginn í höfninni í Jeddah. Töflurnar eru merktar captagon en þær hafa notið mikilla vinsælda víða í Miðausturlöndum á síðustu árum. Til dæmis hafa þær mikið verið notaðar af liðsmönnum hinna ýmsu stríðandi fylkinga í borgarstyrjöldinni i Sýrlandi.

Líbönsk yfirvöld fullyrða að það hafi ekki verið Líbanar sem smygluðu fíkniefnunum og segja að þau hafi komið frá Sýrlandi og hafi verið laumað í farminn. Það er vel þekkt mynstur í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ibrahim Tarshishi, formaður landbúnaðarsamtaka í austurhluta Líbanon, fullyrðir að granateplin séu ekki einu sinni frá Líbanon og máli sínu til stuðnings bendir hann á að nú sé ekki uppskerutími granatepla og að þau hafi ekki verið flutt út árum saman.

Eftir sprenginguna miklu á höfninni í Beirút í ágúst á síðasta ári, þar sem rúmlega 200 manns létust og stór hluti borgarinnar eyðilagðist, hefur höfnin verið hálflömuð. Til dæmis hafa tollyfirvöld ekki haft skanna síðan og það hefur auðveldað smyglurum að athafna sig.

En landbúnaðarsamtökin í Líbanon telja að innflutningsbannið sé af pólitískum meiði. Sádí-Arabía noti það til að þrýsta pólitískt á yfirvöld í Líbanon. Ástæðan er að þeirra mati að Hizbollah, sem eru áhrifamikil hryðjuverkasamtök í Líbanon, eru nátengd Írönum sem eru aðalóvinir Sádí-Araba í Miðausturlöndum. Spenna á milli landanna hefur oft haft mikil áhrif á stjórnmálin í Líbanon og ákvarðanatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða