fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Rússar yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina – Ætla að byggja sína eigin geimstöð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. maí 2021 19:00

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru byrjaðir að smíða eigin geimstöð og ætla að yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina sem þeir reka í samvinnu við Bandaríkin og Evrópuríki. Þetta gerist þó ekki á morgun því enn eru fjögur ár til stefnu.

Frá 2025 ætla Rússar ekki að taka þátt í verkefninu um Alþjóðlegu geimstöðina sem hefur verið á braut um jörðina frá 1998 í 420 km hæð.

Rússar eru byrjaðir að smíða einingar í nýja geimstöð sína. „Vinnan við fyrstu grunneiningu nýrrar geimstöðvar Rússlands er komin í gang. Energia Rocket and Space Corporation hefur fengið það verkefni að gera hana tilbúna til að fara á sporbraut 2025,“ sagði Dmitry Rogozin, forstjóri rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos á þriðjudag í síðustu viku. Þá sagði hann að þetta væri gert vegna versnandi ástands rússneska hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og að þetta væru enn sem komið er bara „hugleiðingar“. Degi síðar sagði hann að viðræður væru hafnar við Bandarísku geimferðastofnunina NASA um yfirtöku hennar á rússneska hluta geimstöðvarinnar.

En þrátt fyrir að 2025 sé nefnt sem árið sem Rússar yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina og senda hlutina í nýju geimstöðina á loft þá er ekki reiknað með að hún verði tekin í notkun fyrr en 2030. Roskosmos segir einnig að enn vanti samþykki frá Vladimír Pútín, forseta, fyrir nýju stöðinni.

Rússland og Bandaríkin tóku saman höndum um að koma Alþjóðlegu geimstöðinni á laggirnar 1998 eftir áratuga kapphlaup í geimnum. Frá því að geimstöðin var tekin í notkun hefur hún verið stækkuð og einingum hefur verið bætt við hana á vegum Kanada, Japan og Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA.

Þrátt fyrir stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands hafa löndin náð að halda samstarfi sínu um geimstöðina gangandi en nú eru Rússar greinilega farnir að íhuga að vera meira út af fyrir sig og einnig eru þeir farnir að snúa sé að Kínverjum sem samstarfsaðila í geimnum. Í síðasta mánuði kynntu löndin tvö fyrirætlun sína um að reisa saman stöð á tunglinu eða á sporbraut um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða