fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Kom myndavél fyrir á baðherberginu – Í kjölfarið var eiginkonan handtekin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 05:17

Njósnamyndavél. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. apríl á síðasta ári tilkynntu barnaverndaryfirvöld í bæ einum í Noregi lögreglunni um alvarlegt mál. Það snerist um hugsanleg kynferðisbrot gegn ungum pilti sem hafði verið komið fyrir á fósturheimili. Lögreglan fór á vettvang og fjölskyldufaðirinn afhenti henni upptöku úr myndavél sem hann hafði með leynd komið fyrir á baðherberginu. í kjölfarið var eiginkona hans handtekin.

Maðurinn kom myndavélinni fyrir því hann grunaði að eiginkona hans og fóstursonurinn ættu í kynferðislegu sambandi. TV2 skýrir frá þessu.

Fram kemur að réttarhöld í málinu hafi hafist á mánudaginn en konan er ákærð fyrir að hafa beitt piltinn kynferðislegu ofbeldi frá því haustið 2019 og þar til hún var handtekin í apríl á síðasta ári. Samkvæmt ákærunni átti ofbeldið sér stað á heimili fjölskyldunnar, í bíl og á hóteli.

Verjandi konunnar, Jon Anders Hasle, sagði í samtali við TV2 að hún telji sig vera fórnarlamb í málinu og sé algjörlega ósammála því sem pilturinn sagði fyrir dómi á mánudaginn. „Hún telur að það sé hún sem hafi verið beitt ofbeldi,“ sagði Hasle og bætti við að sýknu verði krafist.

Myndbandsupptakan er meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið ætlar að leggja fram fyrir dómi en Hasle segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að af því verði. Ólögmætum aðferðum hafi verið beitt til að afla hennar.

Fimm dögum eftir að konan var handtekin var pilturinn yfirheyrður í Barnahúsi. Upptaka af yfirheyrslunni var leikinn fyrir dóminn á mánudaginn. Hann sagði meðal annars að að hann og fósturmóðirin hefðu borið sterkar tilfinningar til hvors annars og að þau hefðu stundað kynlíf 50 til 100 sinnum. Hann sagði að þau hefðu bæði átt frumkvæði að kynlífi. Hann sagðist vonast til að hvorki hann né fósturmóðirin lendi í fangelsi vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma