fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Hafa fundið leið til að endurvinna andlitsgrímur og hlífðarfatnað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 22:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi er gríðarlegt magn andlitsgríma notað í heiminum og það sama á við um einnota hlífðarfatnað. Nú hefur breskt fyrirtæki hannað vél sem breytir notuðum andlitsgrímum og hlífðarfatnaði í endurnýtanlegar plastblokkir á aðeins einni klukkustund. Slíkum vélum hefur nú verið komið upp á fimm breskum sjúkrahúsum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu sé hægt að endurnýta sloppa, andlitsgrímur og hengi. Í Bretlandi einu eru 53 milljónir andlitsgríma notaðar daglega. Nefnt er sem dæmi að á einu sjúkrahúsi séu notaðar allt að 10.000 andlitsgrímur daglega. Það er því mikill ávinningur af því að endurvinna hlífðarbúnaðinn.

Plastblokkirnar eru síðan notaðar til að búa til ýmsa hluti, þar á meðal stóla fyrir skóla landsins og verkfærakassa.  Það var fyrirtækið Thermal Compaction Group í Cardiff sem þróaði aðferðina og smíðaði vélarnar.

Fimm sjúkrahús hafa nú tekið þessar vélar í notkun og verið að er undirbúa uppsetningu slíkra véla á 11 sjúkrahúsum til viðbótar. Með þessu er hægt að draga úr umfangi sorps um 85%.

Notkun einnota hlífðarbúnaðar hefur aukist mikið í heimsfaraldrinum en í mars á síðasta ári hvatti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ríki heims og framleiðendur til að auka notkun slíks búnaðar um 40%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“