fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Var talinn af eftir flóðbylgjuna miklu 2004 – Fannst á lífi nýlega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 22:30

Abrip Asep. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesíski lögreglumaðurinn Abrip Asep var í hópi þeirra rúmlega 200.000 sem voru talin af eftir flóðbylgjuna miklu sem skall á nokkur Asíulönd 2004. Flóðbylgjan myndaðist við jarðskjálfta upp á 9,3 í Indlandshafi á annan dag jóla og skall á nærliggjandi ströndum. Asep var þá á vakt í Aceh-héraði á norðurhluta Súmötru.

Flóðbylgjurnar léku svæði grátt og fjölskylda Asep var þess fullviss að hann hefði látist enda spurðist ekkert til hans. Tilkynnt var um hvarf hans og síðar var hann úrskurðaður látinn. En hann var ekki dáinn því nýlega fannst hann á lífi á geðsjúkrahúsi á Súmötru. Þar hefur hann dvalið árum saman en hann glímir við erfið andleg veikindi eftir það sem hann upplifði þegar flóðbylgjan reið yfir.

Ættingjar hans komust að því að hann væri á lífi þegar þeir sáu ljósmyndir af honum á samfélagsmiðli. Ekki hefur verið skýrt frá af hverju fjölskyldan var ekki látin vita af veru hans á sjúkrahúsinu. „Ég trúði þessu ekki eftir svona langan tíma. Við héldum að hann væri dáinn. Við vissum ekki að hann væri enn á lífi,“ hefur Daily Mail eftir einum ættingja hans.

Lögreglan hefur nú staðfest að maðurinn sé Abrip Asep. „Þrátt fyrir að hann glími við andleg veikindi vegna flóðbylgjunnar er fjölskyldan mjög þakklát fyrir að hafa fundið hann,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Indónesía fór verst út úr flóðbylgjunni en að minnsta kosti 167.000 manns létust í henni. Í heildina varð hún 225.000 manns að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð