fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Söguleg tíðindi í Bandaríkjunum – Fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 17:30

Deb Haaland. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi er ljóst að Deb Haaland verður innanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Þetta eru söguleg tíðindi því Haaland er fyrsti ráðherrann af ættum frumbyggja.

Hún hefur verið þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni síðan 2019 fyrir Nýju-Mexíkó. Haaland, sem er sextug, er af ætt Laguna Pueblo sem er ein ætt frumbyggja Bandaríkjanna. Hún mun nú stýra innanríkisráðuneytinu og rúmlega 70.000 starfsmönnum þess.

Öldungadeildin samþykkti tilnefningu hennar eftir viðburðaríka yfirheyrslu yfir henni hjá orku- og náttúruauðlindanefnd deildarinnar. Þar spurðu þingmenn Repúblikana hana út í hennar þátt í mótmælunum gegn Keystone XL olíuleiðslunni sem átti að flytja olíu til Bandaríkjanna frá Kanada. Repúblikanar voru einnig áhugasamir um stuðning hennar við nýju bandarísku loftslagsáætlunina.

Þegar upp var staðið fékk Haaland 51 atkvæði af 100 í öldungadeildinni. 40 greiddu atkvæði á móti tilnefningu hennar. Repúblikanarnir Lindsey Graham, Lisa Murkowski og Susan Collins studdu hana í embættið.

Í færslu á Twitter þakkaði Haaland öldungadeildinni fyrir að hafa staðfest tilnefninguna: „Ég þakka öldungadeildinni fyrir atkvæðagreiðsluna í dag. Sem innanríkisráðherra hlakka ég til að starfa með deildinni. Ég er til þjónustu reiðubúin,“ skrifaði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám