fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Fundu leynigöng frá miðöldum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 05:40

Umrædd göng. Mynd:Western Power Distribution

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknimaður hjá Western Power Distribution í Wales gerði nýlega merkilega uppgötvun í Wye Valley í Monmouthshire. Þar uppgötvaði hann jarðgöng frá miðöldum. Þau eru 122 sm á hæð og þykja ákaflega merkileg.

Þau fundust í tengslum við uppsetningu nýrra rafmagnsstaura. BBC skýrir frá þessu.

„Skömmu eftir að við byrjuðum að grafa gerði hópurinn merka uppgötvun. Í fyrstu töldu þeir að um helli væri að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Western Power Distribution.

Haft er eftir Allyn Gore, tæknimanni, að hann hafi tekið þátt í mörgum verkefnum á vegum fyrirtækisins þar sem gamlir brunnar og kjallarar hafi fundist en aldrei fyrr hafi hann verið með þegar eitthvað svona spennandi hafi fundist.

Göngin voru ekki merkt inn á nein kort en fyrirtækið er með kort sem ná allt aftur til nítjándu aldar.

Öll vinna á svæðinu hefur verið stöðvuð og fornleifafræðingar verða sendir á staðinn til að rannsaka göngin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt