fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

John Kerry segir að við höfum aðeins níu ár í viðbót

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 07:45

Joe Biden og John Kerry. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum ekki meiri tíma fyrir eitthvað rugl. Við getum ekki logið okkur út úr þessu,“ sagði John Kerry, sérstakur útsendari Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina.

Mikið vetrarveður herjaði á Bandaríkin síðustu vikur og lagðist sérstaklega þungt á New York og Texas þar sem um 70 manns létust. Kerry benti á að þegar rætt er um loftslagsbreytingarnar telji margir að aðeins sé átt við hlýnandi veðurfar en það sé ekki svo því loftslagsbreytingarnar valdi einnig kuldaköstum á borð við það sem skall á Bandaríkjunum nýlega.

„Ég held að rétta leiðin til að horfa á þetta sé að þetta er tengt hlýnun jarðar, jafnvel þótt maður af eðlishvöt segi fyrst að hér sé um nýja ísöld að ræða. En það er ekki svo. Þetta er hluti af hnattrænni hlýnun og þetta ógnar öllum eðlilegum veðurkerfum,“ sagði Kerry og bætti við: „Við verðum auðvitað að gera allt sem við getum til að þetta verði ekki nýja normið.“

Hann telur að þörf sé á hörðum aðgerðum, mun harðari en heimsleiðtogar féllust á með Parísarsamkomulaginu fyrir nokkrum árum. „Ef við gerum allt sem við skrifuðum undir í París þá mun meðalhitinn á jörðinni samt hækka um 3,7% sem er ávísun á hörmungar,“ sagði hann og bætti við að klukkan tifi: „Fyrir þremur árum sögðu vísindamenn að við hefðum 12 ár í viðbót til að forðast verstu afleiðingar loftslagsvandans. Nú eru þrjú ár liðin svo við eigum níu ár eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 4 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur