fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Enn eykst hagnaður móðurfyrirtækis Google

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 06:33

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fyrirtækið Alphabet, sem á Google og YouTube, skilaði góðum hagnaði á síðasta ári þrátt fyrir að vöxtur fyrirtækisins hafi verið sá minnsti síðan fjármálakreppan skall á. Hagnaður síðasta árs var 40,3 milljarðar dollara.

Þetta er 17% aukning frá árinu áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem var birtur á þriðjudaginn. Velta fyrirtækisins jókst um 12,8% á síðasta ári en hún hafði aukist um 20% á ári árum saman.

Skýringuna á minni vexti en áður má rekja til sóttvarnaaðgerða sem gripið var til á fyrsta og öðrum ársfjórðungi víða um heim.

80% tekna fyrirtækisins koma af auglýsingum, meðal annars á leitarvélum Google og Gmail og YouTube. Fyrirtækið hagnast einnig á sölu appa fyrir farsíma sem eru seld í Google Play, á Chromecast og Google Play Music.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali