fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar – Aung San Suu Kyi handtekin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 05:46

Aung San Suu Kyi var handtekin í morgun. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herinn í Mjanmar hefur tekið völdin í landinu. Þetta var tilkynnt á sjónvarpsstöð hersins í morgun að staðartíma. Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins, hefur verið handtekin sem og Win MyInt, forseti, og fleiri háttsettir stjórnmála- og embættismenn.

Nýkjörið þing landsins átti að koma saman í fyrsta sinn í dag en af því verður ekki. Sjónvarpsstöð hersins tilkynnti að Min Aung Hlaing, hershöfðingi, verði leiðtogi landsins og að herlög gildi næsta árið. Í tilkynningu hersins segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara aðgerða til að tryggja stöðugleika í landinu.

Í tilkynningu hersins er kjörstjórn landsins sökuð um að hafa litið fram hjá „stórum frávikum“ í kosningunum sem fóru fram 8. nóvember. NLD, flokkur Aung San Suu Kyi, vann þá stórsigur en þetta var aðeins í annað sinn á 49 árum sem kosningar fóru fram í landinu en þar hefur herinn lengstum ráðið lögum og lofum. NLD fékk 396 af 476 þingsætum.

Vaxandi spenna hefur verið á milli hersins og ríkisstjórnar landsins síðustu daga en herinn hefur haldið því fram að rangt hafi verið haft við í kosningunum en hefur ekki lagt fram neinar sannanir því til staðfestingar.

BBC segir að hermenn hafi tekið sér stöðu víða í höfuðborginni Naypyitaw og í Yangon. Víða hefur síma- og netsamband verið rofið. Ríkissjónvarp landsins fær ekki að útvarpa né sjónvarpa að sinni.

António Guterres, aðalritari SÞ, fordæmdi handtöku Aung San Suu Kyi og annara og sagðist hafa miklar áhyggjur af framvindu þeirra lýðræðislegu umbóta sem hafa verið í gangi í landinu. Áströlsk stjórnvöld krefjast þess að herinn láti hin handteknu laus nú þegar og virði lög og reglur. Bandaríkjastjórn fordæmdi valdaránið og hótar refsiaðgerðum. Stjórnvöld í Indónesíu hafa hvatt herinn til að virða lýðræðið og stjórnarskrá landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn