fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Saka forseta Hondúras um að hafa komið að fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 18:01

Juan Orlando Hernandez. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum segja að Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hafi aðstoðað meinta fíkniefnasmyglara við að smygla mörgum tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Fyrir þetta hafi hann fengið háar fjárhæðir. Hernández vísaði þessu á bug og sagði þetta ekki eiga við nein rök að styðjast.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að saksóknarar í New York hafi nýlega lagt fram gögn fyrir dómi í máli Geovanny Funetes Ramirez sem er grunaður um fíkniefnasmygl. Meðal þessara gagna er framburður vitna um samninga og samskipti Ramirez og Hernández á árunum 2013 og 2014.

Forsetinn er þó ekki nefndur beint á nafn, aðeins er vísað til hans sem CC-4 en nákvæmar lýsingar á forsetaframboði hans fylgja og bróðir hans er nafngreindur svo ekki er erfitt að lesa hver á í hlut.

Hernández hefur ekki verið kærður vegna málsins. Fyrir tveimur árum staðfesti hann að hann væri til rannsóknar hjá bandarísku fíkniefnalögreglunni. Hann hefur alla tíð neitað öllum ásökunum um að hafa komið nálægt fíkniefnasmygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum