fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 18:20

New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar um bráðnun Suðurskautslandsins eru ekki glæsilegar. Samkvæmt þeim þá mun yfirborð heimshafanna stíga um 2,5 metra þrátt fyrir að okkur takist að halda hækkun meðalhita undir tveimur gráðum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature. Fram kemur að þessi hækkun sjávarðborðs muni eiga sér stað á löngum tíma og taka áratugi. En það er nánast útilokað að hægt verði að bæta skaðann vegna þess hvernig Suðurskautið bráðnar.

Þótt það takist að lækka meðalhitann á nýjan leik eftir að tveggja gráðu hækkuninni verður náð mun ísinn ekki ná fyrri þykkt. Það er vegna þess hvernig bráðnunin nú á sér stað.

„Þeim mun meira sem við lærum um Suðurskautið, þeim mun alvarlegri verða spádómar okkar,“

segir Anders Levermann, einn höfunda rannsóknarinnar, sem starfar við Potsdam Institute for Climate Impact Research.

„Bráðnun Suðurskautsins mun hækka yfirborð heimshafanna gríðarlega, jafnvel þótt við uppfyllum ákvæði Parísarsáttmálans. Afleiðingarnar verða hörmulegar ef við uppfyllum ekki ákvæði Parísarsáttmálans,“

sagði hann einnig.

Ísbreiðan á Suðurskautinu hefur verið þar í 34 milljónir ára en það er á tíma núverandi kynslóða sem örlög hennar ráðast.

„Okkar verður minnst sem þeirra sem settu New York á kaf,“

sagði Levermann í kaldhæðni.

The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós