fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Ráðgátan um rofnu breiðbandstenginguna – Loksins tókst að leysa hana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 05:35

Aberhosan. Mynd:Derek Harper/geograph.co.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í litla bænum Aberhosan í Wales voru margir hverjir ansi pirraðir yfir því að á hverjum morgni rofnaði breiðbandstengingin í bænum. Þetta gerðist alltaf á sama tíma og stóð þetta yfir í 18 mánuði. Enginn vissi ástæðuna fyrir þessu en á endanum byrjuðu verkfræðingar og aðrir sérfræðingar að leita að skýringunni á þessu.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að tekist hafi að leysa málið og finna sökudólginn. Það reyndist vera gamalt sjónvarp eins bæjarbúanna sem átti sök á þessu. Það sendi frá sér merki sem truflaði og sleit breiðbandstenginguna.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Openreach, sem annast umrætt breiðband, segir að sérfræðingar hafi ítrekað reynt að finna skýringuna á þessu og einnig hafi verið reynt að leysa málið með að skipta um lagnir í bænum, en allt kom fyrir ekki. Breiðbandstengingin rofnaði alltaf um klukkan sjö á morgnana.

Það var ekki fyrr en Michael Jones, verkfræðingur sem býr í bænum, óskaði eftir aðstoð bestu sérfræðinga Openreach að málið leystist. Þeir settu fram kenningu um að ástæðan gæti verið það sem nefnt er „high level impulse noise“ en það þýðir að eitthvað tæki sendir rafbylgjur, truflanir, sem lama breiðbandstenginguna.

Sérfræðingarnir notuðu síðan útbúnað sem nefnist „spectrum analyzer“ og gengu um bæinn með hann á morgnana í þeirri von að finna tækið sem truflaði breiðbandið. Það tókst að lokum því stundvíslega klukkan 7 morgun einn nam tækið miklar rafbylgjutruflanir sem var hægt að staðsetja í húsi einu. Þar reynist húsráðandinn kveikja á gamla sjónvarpinu sínu stundvíslega klukkan 7 á morgnana. Hann hafði ekki hugmynd um að það lamaði breiðbandið í bænum og brá að vonum við tíðindin. Hann féllst strax á að hætta að nota tækið. Eftir þetta hefur breiðbandið í bænum virkað allan sólarhringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi