fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Sakar Starbucks um að hafa eyðilagt getnaðarlim sinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 05:39

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var sannarlega örlagaríkur dagur í október 2018 þegar Tommy Piluyev fór í bíltúr með eiginkonu sinni og dóttur í Sacramento í Bandaríkjunum. Þau renndu við á Starbucks og keyptu sér te. Þau fóru í lúguna til að þurfa ekki að fara úr bílnum. Þau pöntuðu sér tvö glös af Honey Citrus Mint en þegar starfsmaður ætlaði að rétt þeim glösin inn um gluggann á bílnum varð óhapp.

Samkvæmt frétt Daily Star þá hafði lokið á öðru glasinu losnað þannig að op var á milli þess og glassins. Svo óheppilega vildi síðan til að botninn á glasinu rakst í bílrúðuna og valt og teið helltist yfir Piouyev, sem var þá 22 ára.

Sjóðandi heitt teið lenti á höndum hans, maga, innanverðum lærunum og í klofinu. Hann komst ekki út úr bílnum því hann var alveg upp við bílalúguna. Hann ræsti bílinn því og ók yfir á nærliggjandi bílastæði þar sem hann stökk út og fór úr buxunum. En sjóðandi heitt teið hafði þá valdið miklum skaða á líkama hans.

Hann hefur nú höfðað mál á hendur Pactiv Packagin Inc. sem framleiðir glösin sem Starbucks notar undir heita drykki. Í málsskjölunum kemur fram að hann hafi hlotið að minnsta kosti annars stigs bruna á níu fingrum og geti því ekki lengur spilað á píanó. Þess utan á hann í erfiðleikum með að stunda kynlíf því getnaðarlimurinn brenndist einnig. Það varð til þess að hann hefur ekki sömu tilfinningu í honum og áður auk þess sem hann er mislitur.

Fleiri mál hafa verið höfðuð vegna heitra drykkja sem hafa sullast yfir viðskiptavini Starbucks og segir lögmaður Piouyev að margir viðskiptavinir og starfsmenn hafi kvartað yfir gölluðum lokum og glösum. Hjá Starbucks er te 88 til 93 gráður þegar það er borið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér