fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Suðupottur í Bretlandi – Allt að 37 stiga hiti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið leikur við Breta þessa dagana, það er þó kannski umdeilanlegt því sumir eru ekki hrifnir af miklum hita, en í dag er spáð rúmlega 37 stiga hita í Lundúnum og suðausturhluta landsins. Áframhald verður á þessum mikla hita á morgun og sunnudaginn.

Samkvæmt frétt Sky þá gæti hitamet ársins, sem var sett síðasta föstudag, fallið í dag eða um helgina. Það er 37,8 stig og mældist á Heathrow. Þetta er jafnframt þriðji hæsti hiti sem mælst hefur á Bretlandi frá upphafi mælinga.

Heilbrigðisyfirvöld hvetja fólk til að sýna aðgæslu í þessum mikla hita og vanmeta ekki áhrif hitabylgjunnar. Aðvörunum er sérstaklega beint að eldra fólki sem er hvatt til að gæta þess að ekki verði of heitt í húsum þeirra og hafa glugga lokaða og dregið fyrir.

Reiknað er með að fólk muni þyrpast á strendurnar til að njóta veðursins og óttast yfirvöld að það muni leiða til aukningar á kórónuveirusmitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum