fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 09:32

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframboð Kanye West er í fullum gangi og stefnir í að hann verði á kjörseðli í að minnsta kosti Arkansas, Colorado, Illinois, Missouri, Ohio, Vermont, Vestur Virginíu og Wisconsin. Nú er enn fremur staðfest að West nýtur aðstoðar Repúblikana, óbeint, og að lögmaður með sterk tengsl við Repúblikanaflokkinn og Donald Trump hafi aðstoðað West við að skila inn framboðsgögnum með réttum hætti á réttum tíma.

Á þriðjudag sást til Lane Ruhland, lögmanns sem sérhæfir sig í kosningalögum og hefur sinnt lögmennsku fyrir framboð Donalds Trumps síðan 2016, í Wisconsin reka erindi Kanye West. Á lögmaðurinn að hafa skilað inn framboðsgögnum fyrir framboð Wests í ríkinu.

Veikindi Wests engin fyrirstaða

Fjölmiðlafulltrúi framboðs Donalds Trumps, Tim Murtaugh, vildi ekki tjá sig um málið, og sagðist hafa enga vitneskju um nokkuð sem Kanye West er að gera eða hver sé að gera það fyrir hann. Forsetinn sjálfur tjáði sig svo um málið á miðvikudag þegar blaðamenn spurðu hann hvort hann hefði vitneskju um eða hefði hvatt aðra Repúblikana til að aðstoða West. „Nei alls ekki, nei alls ekki. Annað en okkur semur mjög vel. Mér líkar vel við hann. Mér líkar vel við eiginkonu hans,“ sagði forsetinn.

Kanye West virðist hafa glímt við geðrof á undanförnum vikum og hefur fjölskylda hans beðið fjölmiðla vægðar í kjölfar opinberar hegðunar hans sem líkt hefur verið við geðhvarfasýki. Á sama tíma hefur forsetaframboð hans verið keyrt áfram af starfsmönnum þess.

Wisconsin mikilvægt sveifluríki

Wisconsin veitir tíu kjörmenn og er því ekki á meðal þeirra stóru, en er engu að síður sveifluríki þar sem báðir frambjóðendur eiga að eiga möguleika og því fær ríkið yfirleitt talsverða athygli í aðdraganda kosninga. Wisconsin kaus Obama með miklum yfirburðum en sveiflaðist svo yfir árið 2016 þegar Trump sigraði ríkið og kjörmenn þess með aðeins 0.8% mun á honum og Hillary Clinton.

Kosningaherferð Trump árið 2016 féll vel að íbúum Wisconsin árið 2016. Ríkið er dreifbýlt og er efnahagur ríkisins að mjög miklu leyti byggður á framleiðslu og landbúnaði. Trump talaði mikið um að endurreisa bandaríska framleiðslu og „sækja störfin frá Kína og Mexíkó,“ og lagði þunga áherslu á að efla bandarískan landbúnað. Minna hefur farið fyrir þessum tóni og hefur raunar Biden ættleitt margar af þessum kosningaáherslum Trumps sjálfur.

Biden mælist með rúmt forskot á Trump í ríkinu um þessar mundir. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort framboð West sé til þess að freista þess að „stela“ atkvæðum af Demókrötum.

Ógeðslegt bragð?

Ben Rhodes, einn nánasti ráðgjafi Barack Obama, sagði á Twitter að málið væri „ógeðslegt bragð“ sem sýndi enga virðingu fyrir kjósendum eða það sem Kanye West væri að ganga í gegnum á síðustu vikum.

Fólk með tengsl við Repúblikanaflokkinn hafa víða annarsstaðar aðstoðað framboð West við undirskriftasöfnun og gagnaöflun. Þannig hefur Mark Jacoby aðstoðað West við undirskriftasöfnun í Ohio, Vestur Virginíu, Illinois og Arkansas. Jacoby hefur sterk tengsl við Repúblikanaflokkinn og framboð Trumps. Enn fremur hefur Chuck Wilton verið skráður sem kjörmaður Wests í Vermont. Wilton var einnig valinn kjörmaður fyrir Trump á landsþing Repúblikana. Áfram mætti telja.

mynd/people.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá