fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Mömmubloggarinn bjó yfir skelfilegu leyndarmáli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 05:45

Stephanie og Zadie. Mynd:Stephanie Smith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum hringdi Stephanie Smith, 29 ára, hágrátandi í neyðarlínuna í Athens í Alabama í Bandaríkjunum og sagðist hafa fundið fjögurra ára dóttur sína, Zadie, líflausa á milli rúms og veggs. Hún var strax flutt á sjúkrahús en þremur dögum síðar var hún úrskurðuð látin.

Krufning leiddi ekki í ljós hvernig Zadie hafði látist og engan grunaði að neitt saknæmt hefði átt sér stað.

Skömmu eftir andlátið byrjaði Stephanie að blogga um dóttur sína og andlátið.

„Ég vildi óska að þú hefði tekið mig með þér. Ég vil ekki vera hér án þín. Ég vil það ekki. Ég elska þig að eilífu, ástin mín.“

Skrifaði hún á Instagram.

„Það sem kom fyrir Z var undarlegt. Enn undarlegra að fólk sakar mig um að hafa myrt hana. Já, þú ert að lesa rétt. Svo örvæntingarfull erum við eftir að fá svör. Ég fæ ekki svör. Andlát hennar verður ráðgáta og ég gat ekki séð það fyrir eða komið í veg fyrir það og ég hefði ekki getað bjargað henni.“

Þann 13. apríl 2017 fór Stephanie á lögreglustöð og sagði lögreglunni hvað hafði komið fyrir Zadie. People skýrir frá þessu.

Hún játaði að hafa kæft hana með púða. Hún sagðist hafa hætt að taka lyf, sem hún tók við andlegum veikindum, áður en hún myrti dóttur sína. Hún sagðist hafa misst minnið og hafi ekki vitað að hún var að myrða dóttur sína. Það hafi ekki verið fyrr en að morðinu loknu sem hún áttaði sig á hvað hún hafði gert.

„Hún sagði okkur að hún glímdi við andleg veikindi og að þegar hún myrti Zadie hafi hún ekki verið búin að taka lyfin sín og hafi ekki verið með réttu ráði.“

Sagði Floyd Johnson, lögreglustjóri, á fréttamannafundi 2017.

Réttarhöldum yfir Stephanie lauk í síðustu viku og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún samdi við ákæruvaldið um þessa niðurstöðu til að komast hjá því að verða dæmd til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu