fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ótrúlegur fengur hollensku lögreglunnar í reiðskóla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 07:00

Húsnæði reiðskólans. Mynd:Hollenska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lét hollenska lögreglan til skara skríða gegn reiðskóla  í Nijeveen. Þetta var velheppnuð aðgerð því í henni komst upp um stærsta fíkniefnamálið í sögu Hollands.

17 manns voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Í reiðskólanum fannst vel útbúin fíkniefnaverksmiðja. Samkvæmt The Guardian þá er þetta stærsta fíkniefnaverksmiðjan sem fundist hefur í Hollandi. Þar var hægt að framleiða 200 kíló af kókaíni á dag. Söluverðmæti slíks magns hleypur á hundruðum milljóna íslenskra króna.

Öflug framleiðslulína var í húsinu. Mynd:Hollenska lögreglan

Það voru þungvopnaðir lögreglumenn sem réðust til atlögu við reiðskólann á föstudaginn. Þeir notuðust við brynvarinn bíl við aðgerðina. Það var þó ekki fyrr en á þriðjudaginn sem lögreglan skýrði frá aðgerðinni og birti meðfylgjandi myndir frá reiðskólanum.

13 hinna handteknu eru kólumbískir ríkisborgarar, þrír eru hollenskir ríkisborgarar og einn er tyrkneskur. 64 ára Hollendingur, sem er talinn eigandi reiðskólans, er meðal hinna handteknu. Lögreglan lagði hald á mikið af tækjum og tólum til fíkniefnaframleiðslu auk efna sem tengjast slíkri framleiðslu.

Starfsmenn gátu gist í húsinu. Mynd:Hollenska lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“