fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Auður ríkustu fjölskyldu Þýskalands hefur minnkað gríðarlega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Schaeffler-fjölskyldan hefur tapað gríðarlegum fjárhæðum í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Fjölskyldan sem varð sú ríkasta í Þýskalandi 2018 heldur þeim titli varla lengur miðað við hversu mikið auður hennar hefur minnkað en fjölskyldan hefur tapað um 75% af honum.

Fyrir tveimur árum var auður fjölskyldunnar metinn á sem svarar til um 4.800 milljarða íslenskra króna en í dag er hann aðeins metinn á sem svarar til um 1.170 milljarða íslenskra króna. Fjölskyldan, þar sem mæðginin Maria-Elisabeth Schaeffler-Thumann og George Schaeffler, eru í fararbroddi getur þó huggað sig við að ekki er um beinharða peninga að ræða sem hafa tapast. Það er verð hlutabréfa í fyrirtækjunum Continental AG og Schaeffler AG sem hefur hrapað og þar með hafa eignir þeirra rýrnað sem því nemur. Bloomberg skýrir frá þessu.

Lækkun hlutabréfaverðsins má aðallega skýra með því að fyrirtækin tvö framleiða aðallega dekk og annað fyrir bílaiðnaðinn sem hefur hefur farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Sala fyrirtækjanna hefur dregist mikið saman og neytendur hafa beint sjónum sínum í auknum mæli að rafbílum og það er ekki til að bæta ástandið hjá fjölskyldufyrirtækjunum. Verð hlutabréfa í þeim hefur lækkað um rúmlega 20% á árinu.

George Schaeffler, er nú kominn niður í 19. sæti listans yfir ríkustu Þjóðverjanna eftir þetta mikla tap. Hann á 80% af Schaeffler AG sem hann fékk í arf eftir föður sinn 1996. Fyrirtækið keypti síðan keppinautinn Continental AG 2008. Fjölskyldan lenti í erfiðleikum í fjármálakreppunni 2008 og varð að taka stór lán til að komast í gegnum hana en það tókst og naut hún síðan góðs af efnahagsuppsveiflunni sem tók við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?