fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 20:00

Endalaus vandræði hjá Boeing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að starfið fjölmiðlafulltrúa bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing sé eitt það heitasta í flugvélaiðnaðinum í dag. Fyrirtækið hefur farið illa út úr umræðum um 737 Max vélarnar í kjölfar slysa og banns við notkun þeirra. Nú hefur nýtt mál komið upp sem setur fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins slæma stöðu.

Niel Golighty tilkynnti nýlega að hann hætti sem fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins eftir aðeins sex mánaða starf. Það gerir hann í kjölfar þess að 33 ára ummæli hans um mál eitt voru rifjuð upp.

Fyrir 33 árum skrifaði hann grein undir fyrirsögninni „Enginn réttur til að berjast“ þar sem hann sagði meðal annars að „það að leyfa konum að berjast í fremstu víglínu myndi eyðileggja hvernig karlar heyja stríð  og þau kvenlegu gildi, frið, heimilið og fjölskylduna, sem þeir berjast fyrir að varðveita“.

Það var starfsmaður Boeing sem kvartaði til stjórnenda fyrirtækisins yfir þessum ummælum Golighty. Hann hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og í fréttatilkynningu segir hann að skoða verði ummælin í ljósi þess hver hann var fyrir 33 árum.

Hann hafi verið orustuflugmaður á tímum kalda stríðsins og umrædda grein verði að skoða sem vanhugsað til umræðu sem var mikil og hávær á þessum tíma.

„Skoðanir mínar voru vandræðalegar og móðgandi og ég hafði rangt fyrir mér. Grein mín sýnir ekki hver ég er en samt sem áður hef ég ákveðið að láta af störfum með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku