fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Karl Bretaprins rakar inn milljónum úr dánarbúum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 18:00

Karl Bretakonungur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Cornwall á Englandi eru sérstakar reglur í gildi hvað varðar erfðamál. Þær kveða á um að ef fólk hefur ekki gert erfðaskrá og lætur ekki eftir sig neina ættingja þá renni eignir þess til Karls Bretaprins þar sem hann er ríkisarfi.

The Telegraph skýrir frá þessu. Þetta eru gamlar reglur sem um ræðir en þær má rekja aftur til William IV konungs sem ríkti frá 1830 til 1837.

Frá apríl á síðasta ári til ársloka fékk Karl 868.000 pund á grunni þessara regla og frá áramótum til loka mars á þessu ári bættust 201.000 pund við. Þetta kemur fram í uppgjörum sem voru nýlega lögð fram.

Prinsinn er ekki á flæðiskeri staddur en hann hefur rúmlega 22 milljónir punda í árslaun í stöðu sinni sem ríkisarfi en auðvitað fylgja því ýmis útgjöld að vera ríkisarfi sem þarf að hafa tilheyrandi starfslið og umsvif.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“