fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Madeleine McCann-málið – Þýska lögreglan leitar á öðrum stað þar sem hinn grunaði bjó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 17:20

Myndin sýnir m.a. húskofann sem lögreglan er að rannsaka (Skjáskot Bild).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan hefur rannsakað í dag húskofa þar sem kynferðisbrotamaðurinn Christian Brückner bjó á árunum 2013 til 2016. Christian er grunaður um að hafa orðið valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann sem hvarf úr hótelíbúð í Portúgal vorið 2007, rétt tæplega fjögurra ára gömul. Um er að ræða garðlendi (Kleingarten) í borginni Braunschweig. Þar hafði Christian húskofann á leigu. Í gær fann lögreglan leynikjallara í garðlendi í Hannover, sem er borg í nágrenni Braunschweig, en talið er að Christian hafi haft aðgang að því húsnæði.

Í Bild í dag er rætt við rekstrarstjóra garðlendisins sem leigði Christian húskofann og lóðina. Segir hann að Christian hafi verið hlédrægur maður sem hafi komið vel fyrir. Hins vegar hafi hann kvatt mjög snögglega. Hann hafi sagt upp húsnæðinu morgun einn og verið horfinn á braut nær samstundis.

Íbúar á svæðinu sem bjuggu í nágrenni við Christian á þessu tímabili (2013-2016) eru mjög skelkaðir. „Ég óttast að ég hafi sofið ofan á líki“ hefur The Sun eftir einum íbúanum.

Í myndbandi sem fylgir frétt Bild er spurt hvers lögreglan sé að leita í húsnæðinu í Braunschweig. Það hefur ekki gefið upp en talið er að hún gæti verið að leita að líkamsleifum stúlkunnar, fatnaði hennar eða hvers kyns raftækjum sem gætu innihaldið upplýsingar (símar, tölvudiskar, minnislyklar o.s.frv.).

Enn liggur ekki fyrir hvort þessar aðgerðir lögreglunnar í gær og dag hafa skilað einhverjum nýjum sönnunargögnum. Lögreglan hefur sterkan grun um að Christian hafi orðið barninu að bana en talið er að hana skorti sönnunargögn til að ákæra hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing