fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Starfsfólk Google á að vinna heima í eitt ár í viðbót

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 18:40

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Google þarf að bíða lengi eftir að snúa aftur á skrifstofur sínar til að vinna hefðbundinn vinnudag. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal ætlar fyrirtækið að láta um 200.000 starfsmenn sína vinna heima í eitt ár til viðbótar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Það verður því ekki fyrr en í júlí 2021, í fyrsta lagi, sem starfsfólkið snýr aftur á skrifstofur sínar. Sundar Pichai, forstjóri Google, tók þessa ákvörðun í síðustu viku en aðeins lítill hluti starfsfólksins hefur fengið skilaboð um þetta fram að þessu.

Það er sagt hafa haft áhrif á ákvörðunina að stjórnendur fyrirtækisins hafa samúð með starfsfólki með fjölskyldur sem fer inn í óvissutíma í haust og vetur hvað varðar kennslu barna. Hjá mörgum stefnir í að um fjarkennslu verði að ræða.

Áður hafði verið ákveðið að starfsfólkið ætti að vinna heima þar til í janúar.

Þessi ákvörðun nær til flestra skrifstofa Google, til dæmis höfuðstöðvanna í Mountain View í Kaliforníu, annarra skrifstofa í Bandaríkjunum og skrifstofa í Bretlandi, Indlandi og Brasilíu svo nokkrar séu nefndar.

Google, eins önnur stór tæknifyrirtæki, sendi starfsfólk sitt heim í mars en gengur lengra en hin með þessari ákvörðun sinni. Microsoft hefur til dæmis tilkynnt starfsfólki í New York að það muni væntanlega snúa aftur á skrifstofur sínar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði