fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Merci! Macron þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir framlag þeirra með 1.200 milljörðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 11:10

Franskt heilbrigðisstarfsfólk hyllt með flugsýningu. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljörðum króna verður varið í launahækkanir til franskra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, einnig var heilbrigðisstarfsfólk hyllt í höfuðborg Frakklands á þjóðhátíðardaginn. Þetta er „merci beaucoup” sem ekki bara heyrist, það mun einnig hafa áhrif á bankabókina.

Franskir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar munu fá launahækkun sem nemur um 30.000 íslenskum krónum á mánuði að meðaltali. Franska ríkisstjórnin og fjölmörg verkalýðsfélög, gerðu með sér samning um að veita yfir 1.200 milljörðum króna til þessa málefnis.

Samningurinn nær einnig til lækna sem vinna fullt starf í opinbera geiranum, markmið yfirvalda er að halda í lækna, en læknar sem starfa í einkageiranum hafa mun hærri laun en þeir sem starfa hjá hinu opinbera.

Þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Frakklandi, í mars og apríl, hylltu íbúar landsins heilbrigðisstarfsfólk á hverju kvöldi, með lófaklappi frá svölum, gluggum og görðum.

Með þessum nýja samningi fær franskt heilbrigðisstarfsfólk einnig „merci“, fyrir framlag sitt í kórónuveirufaraldrinum, í formi peninga, en  fram til þessa hafa um 30.000 Frakkar látist af völdum COVID-19.

Heilbrigðisstarfsfólki fagnað á þjóðhátíðardaginn

Franska ríkisstjórnin ákvað einnig að á Bastilludaginn, þjóðhátíðardegi Frakka, yrði heilbrigðisstarfsfólk hyllt. 1.400 manns, sem komu að því að halda samfélaginu gangandi, voru heiðursgestir á Concordetorginu í París á þjóðhátíðardaginn og slógust þar í hóp Macron og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Meðal þessara 1.400 gesta var heilbrigðisstarfsfólk, útfararstjórar, starfsfólk verslana og starfsfólk verksmiðja sem meðal annars framleiddu grímur.

Þrátt fyrir launahækkanir og hyllingu á þjóðhátíðardaginn, eru ekki öll verkalýðsfélög ánægð með samninginn. Það voru því bæði lófaklapp og mótmæli í höfuðborginni á þjóðhátíðardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi