fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Merci! Macron þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir framlag þeirra með 1.200 milljörðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 11:10

Franskt heilbrigðisstarfsfólk hyllt með flugsýningu. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljörðum króna verður varið í launahækkanir til franskra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, einnig var heilbrigðisstarfsfólk hyllt í höfuðborg Frakklands á þjóðhátíðardaginn. Þetta er „merci beaucoup” sem ekki bara heyrist, það mun einnig hafa áhrif á bankabókina.

Franskir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar munu fá launahækkun sem nemur um 30.000 íslenskum krónum á mánuði að meðaltali. Franska ríkisstjórnin og fjölmörg verkalýðsfélög, gerðu með sér samning um að veita yfir 1.200 milljörðum króna til þessa málefnis.

Samningurinn nær einnig til lækna sem vinna fullt starf í opinbera geiranum, markmið yfirvalda er að halda í lækna, en læknar sem starfa í einkageiranum hafa mun hærri laun en þeir sem starfa hjá hinu opinbera.

Þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Frakklandi, í mars og apríl, hylltu íbúar landsins heilbrigðisstarfsfólk á hverju kvöldi, með lófaklappi frá svölum, gluggum og görðum.

Með þessum nýja samningi fær franskt heilbrigðisstarfsfólk einnig „merci“, fyrir framlag sitt í kórónuveirufaraldrinum, í formi peninga, en  fram til þessa hafa um 30.000 Frakkar látist af völdum COVID-19.

Heilbrigðisstarfsfólki fagnað á þjóðhátíðardaginn

Franska ríkisstjórnin ákvað einnig að á Bastilludaginn, þjóðhátíðardegi Frakka, yrði heilbrigðisstarfsfólk hyllt. 1.400 manns, sem komu að því að halda samfélaginu gangandi, voru heiðursgestir á Concordetorginu í París á þjóðhátíðardaginn og slógust þar í hóp Macron og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Meðal þessara 1.400 gesta var heilbrigðisstarfsfólk, útfararstjórar, starfsfólk verslana og starfsfólk verksmiðja sem meðal annars framleiddu grímur.

Þrátt fyrir launahækkanir og hyllingu á þjóðhátíðardaginn, eru ekki öll verkalýðsfélög ánægð með samninginn. Það voru því bæði lófaklapp og mótmæli í höfuðborginni á þjóðhátíðardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa