fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 12:00

Joe Exotic með einu tígrisdýra sinna. Mynd:Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumenn í Oklahoma-fylki, Bandaríkjunum, fengu ábendingar um að mögulega væru að finna mannabein á svæðinu sem áður var dýragarður í eigu Joe Exotic, sem að heimildaþættirnir Tiger King fjalla um. Frá þessu greinir The New York Post.

Tökulið fyrir þættina Ghost Adventures voru í garðinum með líkhunda sem að merktu á ákveðið svæði. Tökuliðið óttaðist að um væri að ræða lík af manneskju og kallaði því til lögreglu.

Í ljós kom að líkið væri af litlu dýri, en ekki af manni.

Núverandi umsjónarmaður garðsins, Jeff Lowe, sagði að tökulið hafi verið sannfært um að þarna væri að finna mannabein.

Joe Exotic rak líkt og áður segir dýragarð á svæðinu. Þar var hann með stór kattardýr, líkt og tígrisdýr og ljón. Hann var síðan dæmdur í fangelsi fyrir að skipuleggja það að myrða dýraverndunarsinnan Carole Baskin. Auk þess fékk hann dóm fyrir að drepa fimm tígrisdýr og selja tígrishvolpa.

Áðurnefndur Lowe mun eflaust ekki sjá um garðinn mikið lengur, en hann var kærður fyrir skattsvik fyrir skömmu. Þá komst alríkisdómari að þeirri niðurstöðu á dögunum að Carole Baskin skyldi eignast garðinn sem hafði verið í eigu erkióvinar hennar, Joe Exotic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“