fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 14:05

Amancio Ortega. Mynd:EPA-EFE/Cabalar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næst ríkasti maður í Evrópu, Amancio Ortega, stofnandi verslunarkeðjunnar Zöru, skýrir frá því að hann eigi fasteignir að andvirði rúmlega 2000 milljarða króna. Eftir að hafa hagnast mikið á verslunarkeðju sinni, beindi Amancio Ortega, stofnandi Zöru, sjónum sínum að fasteignamarkaðnum.

Á þriðjudag var umfang eigna hans gert opinbert í fyrsta sinn. Eignir hins spænska milljarðamærings eru nú um 15,2 milljarðar evra, eða yfir 2000 milljarðar íslenskra króna. Á síðasta ári fjárfesti hinn 84 ára gamli milljarðamæringur í fasteignum fyrir 1,8 milljarða evra í gegnum fyrirtæki sitt, Pontegadea.

Pontegadea, sem fer með um 60% eignarhlut í móðurfyrirtæki Zöru, Inditex SA, sýndi á síðasta ári hagnað upp á 1,8 milljarða, eftir skatta.

Á síðustu árum hefur Ortega, sem er ríkasti maður Spánar, fjárfest víðar en í tískuiðnaðinum, til þess að geta haldið í eignir sínar.

Í Bandaríkjunum hefur hann fjárfest í bygginum í lóðum fyrir meira en 3 milljarða dollara. Meðal eigna hans er hin sögufræga Hauhwout bygging á Manhattan og hæsta skrifstofubygging í Miami. Á síðasta ári fjárfesti Amancio Ortega í hóteli í Chicago fyrir 72,5 milljarða dollara auk fjölmargra skrifstofubygginga í Washington og Seattle.

Pontegadea á fasteignir sem meðal annars eru leigðar tæknirisunum Amazon.com og Facebook, einnig leigja keppinautar Inditex, H&M og The Gap húsnæði af Pontegadea.

Samkvæmt fjármálamiðlinum Bloomberg eru eignir Amancio Ortega metnar á 8.111 milljarða króna, meirihluti þess eru eignarhlutur hans í Inditex.

Á þessu ári hafa eignir hans þó dregist saman um meira en fimmtung vegna kórónaveirunnar, en Inditex hefur neyðst til þess að loka fjölmörgum verslunum í kjölfar hennar. Hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið um 22% í kjölfar veirunnar.

Auk fasteigna hefur Ortega fjárfest í orku- og fjarskiptafyrirtækjum, hann eignaðist meðal annars 55 hlut í Enagas á síðasta ári og 9,99% hlut í Telefonica SA árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Í gær

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?