fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Sænskir lögreglumenn héldu að ofurölvi og röflandi sænskur ökumaður væri Dani

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var 29 ára Svíi fundinn sekur um ölvun við akstur og eignaspjöll eftir að hann ók bíl sínum á stólpa og tvo bíla. Maðurinn, sem er frá Trollhättan, var svo ofurölvi og röflandi þegar lögreglan handtók hann að lögreglumenn töldu í fyrstu að hann talaði dönsku.

Ttela skýrir frá þessu. Auk fyrrgreindra brota var maðurinn fundinn sekur um að hafa verið með hnífa og aðra hættulega hluti í bíl sínum.

Samkvæmt frétt Ttela þá skildu lögreglumennirnir í fyrstu ekki hvað maðurinn sagði og héldu að hann talaði dönsku. Þeir áttuðu sig þó fljótlega á að hann var bara svo ofurölvi að hann gat eiginlega ekki talað.

Maðurinn sagði lögreglunni síðar, þegar hann var aftur orðinn mælandi á sænska tungu, að hann hefði verið í heimsókn hjá vini sínum þar sem hann hefði drukkið mikið magn af mörgum áfengistegundum. Eftir það mundi hann ekkert.

Hann var dæmdur í eins mánaðar fangelsi og til að greiða bætur vegna þess eignatjóns sem hann var valdur að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk