fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum 130 milljarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 21:20

Vél frá Norwegian. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian eru talin skulda viðskiptavinum sínum sem svarar til um 130 milljarða íslenskra króna vegna flugferða sem var aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. SAS skuldar bróðurpartinn af upphæðinni eða um 88 milljarða.

Þeir sem ætluðu að ferðast með flugfélögunum í mars fá ferðirnar endurgreiddar nú í júní. Þeir sem ætluðu að ferðast með félögunum í apríl og maí fá ekki endurgreitt fyrr en í haust. Bergens Tidende skýrir frá þessu.

SAS skuldar farþegum meira en félagið á í reiðufé en John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, segir öruggt að allir þeir fái endurgreitt sem þess óska.  Í því sambandi bendir hann á að yfirvöld í Svíþjóð og Danmörku hafi veitt félaginu lán upp á sem svarar til um 40 milljarða íslenskra króna. Að auki vinnur SAS nú eftir áætlun sem á að færa félaginu meira fé.

Upplýsingafulltrúi Norwegian vildi ekki upplýsa hversu mikið félagið skuldar viðskiptavinum sínum en sérfræðingar telja það vera sem svarar til 26 til 52 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér