fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Eitt stærsta skemmtiferðaskipafélag heims á barmi gjaldþrots

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 16:00

Skip frá Norwegian Cruise Line. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norwegian Cruise Line, sem er þriðjastærsta skemmtiferðaskipafélag heims, rambar nú á barmi gjaldþrots. Félagið á í miklum erfiðleikum með að afla sér þess fjár sem það þarfnast til að komast í gengum COVID-19 heimsfaraldurinn.

Það gæti því farið svo að lúxusferðir um Karabískahafið og aðra fjarlæga staði með skemmtiferðaskipum Norwegian Cruise Line heyri sögunni til. Félagið tilkynnti fjárfestum á þriðjudaginn að það glími við mikinn vanda og gæti neyðst til að hætta starfsemi.

CNN segir að í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitisins hafi félagið skýrt frá því að endurskoðendur þess telji „mikinn vafa“ leika á um getu fyrirtækisins til að halda áfram rekstri vegna COVID-19 faraldursins.

Félagið segir í tilkynningunni að það ætli að reyna að afla sér þriggja milljarða dollara til að styrkja stöðu þess. Féð á að sækja með lántökum og auknum innspýtingum frá fjárfestum. Ef þetta tekst telur félagið sig geta þraukað í 12 mánuði til viðbótar án þess að flytja farþega.

Norwegian Cruise Line á 17 skip og hefur pantað 6 til viðbótar. Þrátt fyrir nafn félagsins þá er það ekki frá Noregi heldur frá Miami í Bandaríkjunum og skip þess eru skráð á Bahamaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því