fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Facebook ætlar að leyfa helmingi starfsfólks að vinna heima – En það verður ekki ókeypis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 07:40

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar heimsfaraldur kórónuveiru er afstaðinn hyggst Facebook leyfa um helmingi starfsfólks síns að vinna að heima. Þetta mun þó ekki gerast í einu skrefi heldur verður þessum áfanga náð á næstu tíu árum. En þetta verður ekki ókeypis fyrir starfsfólkið.

Mark Zuckerberg, stofnandi þessa stærsta samfélagsmiðils heims, segist reikna með að um helmingur starfsfólksins muni vinna að heiman innan tíu ára. Nú muni fyrirtækið hefja sókn í að ráða fólk, sem ekki er búsett í Silicon Valley þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru, til starfa.

En þessu fylgir að þeir sem munu vinna fjarri Silicon Valley munu væntanlega ekki fá jafn há laun og þeir sem starfa í höfuðstöðvunum en starfsfólk þar fær að sögn góð laun greidd enda er allt annað en ódýrt að búa þar.

„Við borgum mjög góð laun, í raun þau bestu á markaðnum en við borgum miðað við markaðstaxta. Hann er breytilegur á milli staða og við munum halda þeirri stefnu áfram.“

Sagði Zuckerberg um þetta.

Tæplega 50.000 manns starfa hjá Facebook. Tilkynning Zuckerberg gæti hafa mikil áhrif á San Fransisco, sem er nærri Silicon Valley, þar sem bæði húsnæðismarkaðurinn og almenningssamgöngukerfið eru undir miklum þrýstingi vegna hins mikla fjölda sem starfar í Silicon Valley.

Facebook stefnir á að byggja þrjár nýjar starfsstöðvar nærri Atlanta, Dallas og Denver til að starfsfólk, sem býr þar nærri, geti hist öðru hvoru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið