fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Eru reiðubúnir til að drepa fólk til að fá lokunum aflétt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. maí 2020 21:30

Adam Smith. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum liðsmaður í landgönguliði bandaríska flotans virðist vera í fararbroddi fyrir hóp fólks sem reynir að fá yfirvöld í Norður-Karólínu til að aflétta lokun samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann segir að fólkið sé reiðubúið til að grípa til vopna og drepa fólk til að þvinga yfirvöld til að aflétta þeim hömlum og lokunum sem hefur verið gripið til.

„Við erum tilbúin til að beita vopnum og drepa fólki til að ná þessu markmiði. Erum við reiðubúin til að drepa fólk? Erum við reiðubúin til að fórna lífinu? Við neyðumst til að segja já.“

Segir Adam Smith í myndbandi sem hann birti á Facebook. Hann segir fyrirmæli um lokun samfélagsins vera „próf“ sem eigi að sýna hvort Bandaríkjamenn séu tilbúnir til að sætta sig við nýja heimsskipan. WFEA útvarpsstöðin skýrir frá þessu.

„Við tökum okkur vopn í hönd. Það er kominn tími til að berjast gegn þessu. Þegar upp verður staðið er það eina sem tryggir frelsi okkar viljinn til að berjast. Ef þið komið með vopn, þá komum við með vopn. Ef þið eruð vopnuð þá erum við einnig vopnuð.“

Segir hann einnig í myndbandinu.

Smith birti myndbandið á Facebook og eiginkona hans deildi því á ReOpenNC hópnum á Facebook sem er lokaður hópur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál