fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Pressan

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 20:00

Michael Jordan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki svarað því. Ég vil það gjarnan en það gerðist svolítið.“ Þetta segir Ástralinn Gerard Neesham um atvik sem átti sér stað fyrir 25 árum. Þessu atviki eru gerð góð skil í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um Michael Jordan og lið Chicago Bulls í NBA deildinni í körfubolta.

Í einum þáttanna kemur fram að Jordan hafi slegið liðsfélaga sinn Steve Kerr í andlitið þegar þeir voru í æfingabúðum 1995. Þeim lenti þá saman, ekki í fyrsta sinn en aldrei fyrr höfðu deilur þeirra farið svona úr böndunum.

Neesham var í æfingasalnum ásamt samlanda sínum Neale Daniher að fylgjast með æfingum Bulls en Luc Longley, leikmaður Bulls, hafði boðið þeim að vera viðstaddir. Longley er einnig frá Ástralíu.

Neesham getur ekki enn þann dag í dag skýrt frá hvað gerðist á æfingunni vegna einhvers sem gerðist í kjölfarið.

„Það komu upp aðstæður og síðan kom Michael Jordan til okkar og sagði: „Þið Ástralir.“ Við horfðum á hann og hann sagði: „Þið sáuð ekkert.“ Ég er því á vissan hátt bundinn af því að hann sagði við okkur að við hefðum ekki séð neitt.“

Sagði Neesham í samtali við SEN Breakfast. Það spilar einnig inn í þetta að Neesham vill ekki skaða Longley, sem fékk leyfi fyrir þá til að vera viðstaddir æfinguna, en mjög óvenjulegt var að óviðkomandi fengju að fylgjast með æfingum liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar dýr sátu á sakamannabekknum – Svín hengd, rottur dæmdar og hanar brenndir á báli

Þegar dýr sátu á sakamannabekknum – Svín hengd, rottur dæmdar og hanar brenndir á báli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð