fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Bill Gates – Gjafmildur og nískur nörd

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. maí 2020 14:53

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates er auðugur, svo auðugur að hann vermir yfirleitt fyrsta eða annað sæti lista yfir ríkustu menn heims. Eignir hans eru taldar nema sem svarar til um 15.000 milljörðum íslenskra króna. Hann ætti því að eiga fyrir salti í grautinn og vel það og geta leyft sér að borða kavíar og aðrar krásir alla daga. En þannig er það ekki.

Í samtali við Oprah Winfrey fyrir fimm árum sagði Gates að hann kæri sig ekki um að eyða miklum peningum í fatnað og annað handa sjálfum sér, það sé leiðinlegt. Á heimili hans og Melinda Gates, þau hafa verið gift síðan 1994, eru það umhverfismál sem hafa oft meira vægi en fjölskyldan.

Gates er ólíkur flestum öðrum milljarðamæringum þegar kemur að því að nota peninga. Gates-hjónin stofnuðu The Giving Pledge fyrir tíu árum ásamt milljarðamæringnum Warren Buffet. Þetta eru einhverskonar úrvalssamtök milljarðamæringa sem heita því að gefa að minnsta kosti helming auðs síns til góðgerðarmála. Þar hafa Gates-hjónin ekki dregið af sér og hafa gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna.

Hjónin eiga þrjú börn en þau munu hvert um sig „aðeins“ erfa sem nemur um 1,4 milljarði íslenskra króna eftir foreldra sína.

Bill og Melinda Gates eru ekki þekkt fyrir að eyða í vitleysu.

Vanity Fair segir að hjónin hafi nú þegar gefið sem svarar til um 6.500 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála.

„Auðæfi okkar eru svo mikil að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í heiminum. Það væri glæpur ef við reyndum ekki að láta gott af okkur leiða.“

Sagði Bill Gates á fundi með kaupsýslumönnum í Washingtonríki á síðasta ári.

Til að varpa smá ljósi á þessi gríðarlegu auðæfi setti New York Times málið upp á einfaldan hátt. Ef Gates eyðir sem svarar til um 120 milljónum íslenskra króna á dag myndi það taka hann 250 ár að eyða öllum auðæfum sínum.

En það er ekki á stefnuskránni. Bill Gates notar til dæmis armbandsúr sem kostaði sem svarar til um 1.000 íslenskra króna. Yfir daginn borðar hann oft einn skammt af frönskum kartöflum frá McDonalds og drekkur 3-4 dósir af sykurlausum gosdrykk. Það er munaðurinn hans. Hann er því nískur, að vissu leyti, við sjálfan sig.

Hjónin eiga tvær einkaþotur.

En hjónin lifa svo sem engu sultarlífi og gera vel við sig inn á milli. Í febrúar keyptu þau 600 fermetra hús í Del Mar í Los Angeles og greiddu sem svarar til um 6,5 milljarða íslenskra króna fyrir. Þau eiga einnig lúxusíbúðir í Flórída, New York, Frakklandi, Montana og Seattle þar sem þau halda aðallega til. Þar geymir Bill hraðskreiða og rándýra bíla sína, um 30 talsins. Hjónin eiga einnig tvær einkaþotur. Bókasafn þeirra er metið á sem svarar til 10 milljarða íslenskra króna en þar leynast margir dýrgripir.

Bill Gates er mikill bílasafnari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri