fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Smitaðist af kórónuveirunni – Vaknaði upp án fóta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 08:00

Nick Cordero. Mynd: EPA/JASON SZENES

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski leikarinn Nick Cordero komst nýlega til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi vikum saman. Cordero, sem hefur meðal annars verið tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn, veiktist af COVID-19 í mars. Í byrjun apríl var hann svæfður vegna alvarleika sjúkdómsins og um miðjan mars neyddust læknar til að taka báða fótleggi hans af honum.

Eiginkona hans Amanda Kloots skýrði frá því á Instagram í gær að Cordero væri kominn til meðvitundar. Í færslu sinni sést hún tala til sonar síns og segja honum að pabbi sé vakandi en hann sé mjög veikburða og það krefjist mikillar orku að opna og loka augunum.

Hann á enn langt í land með að ná bata og er rétt farinn að geta brugðist við fyrirmælum lækna.

Læknar neyddust til að aflima hann vegna mikillar blóðsöfnunar í fótunum á meðan hann var í öndunarvél. Auk þess fékk hann hjartastopp og sveppasýkingu í lungun.

Kloots segist ekki vita hvar Cordero smitaðist en hann glímdi ekki við nein heilsufarsvandamál áður.

„Þetta leggst ekki bara á gamalt fólk. Þetta er raunveruleikinn. Algjörlega heilbrigður 41 árs maður.“

Sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“